143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

94. mál
[16:33]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka skýrt svar. Hvað varðar spurningarnar skil ég hæstv. ráðherra þannig að það komi alveg til greina að styðja umbætur, væntanlega eftir meðferð hv. allsherjar- og menntamálanefndar, til að skýra betur hvað eigi nákvæmlega að flytjast yfir. Ég tek eftir því að hér er vissulega verið að styrkja neytendarétt og dreg ekki úr því. Ég er algjörlega hlynntur framtakinu í heild sinni þótt kannski sé eitthvað sem bæta mætti við. Ég vona því að ég skilji hæstv. ráðherra rétt með það að kannski þurfi að bæta aðeins við og þá væntanlega eftir meðferð hv. allsherjar- og menntamálanefndar.