143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

94. mál
[16:53]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Já, Neytendastofa hefur sömu heimild og talsmaður neytenda hafði hvað þetta varðar, til þess að svara því alveg afdráttarlaust og skýrt í byrjun. Síðan hvet ég þingheim og hv. þingmann til þess, og ég ítreka það í umræðunni um þetta, að með þessu erum við að taka verkefni, sannarlega embætti sem var sjálfstætt og sérstök stofnun en við erum ekki í þeim skilningi — auðvitað erum við að breyta talsvert, við erum að færa verkefnin undir Neytendastofu. Við erum að taka verkefnin saman. Þannig að þegar hv. þingmaður lætur að því liggja, finnst mér, að verið sé að henda þessum verkefnum til hliðar og þau verði ekki lengur til staðar þá er það ekki hugsunin. Hugsunin er í anda þess, sem mörgum sinnum hefur komið fram í umræðunni um neytendamál, að taka verkefnin á einn stað en sú heimild sem þingmaðurinn nefndi — hún var stórmál á sínum tíma, hárrétt, hún er hjá Neytendastofu þrátt fyrir þessa breytingu.