143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

[11:00]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Það þarf svo sem ekki að orðlengja um þessi mál hér. Ég tek undir langflest af því sem hv. þingmaður nefnir og get fullvissað hana um að nefndin verður kölluð saman. Það er miðað við, ég held að síðustu aðalfundir landshlutasamtakanna séu á næstu tveimur vikum þannig að vonandi tekst okkur þá að kalla þennan ágæta hóp saman aftur og tryggja, eins og var og verið hefur, ljómandi gott samstarf sem hefur reyndar verið alveg til fyrirmyndar að sumu leyti á milli sveitarfélaganna og ríkisvaldsins. Við viljum auðvitað leggja okkur öll fram um að tryggja að þannig verði það áfram.