143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

veiting rekstrarleyfa fyrir veitingastaði.

97. mál
[12:45]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari fram komnu þingsályktunartillögu frá hv. þm. Björk Vilhelmsdóttur. Ég held að allir geri sér grein fyrir því, það blasir við, að enginn borgar tugi þúsunda fyrir gott kampavínsglas og frábærar samræður.

Það sem ég vil í rauninni segja er það sem hv. þm. Björk Vilhelmsdóttir, hv. þm. Svandís Svavarsdóttir og hv. þm. Steinunn Þóra Árnadóttir sögðu. (Gripið fram í: Já.) [Hlátur í þingsal.]