143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

veiting rekstrarleyfa fyrir veitingastaði.

97. mál
[12:48]
Horfa

Flm. (Björk Vilhelmsdóttir) (Sf):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þessar góðu umræður hér í salnum og vona að tillagan fái einmitt brautargengi. Ég þakka fjölmiðlum fyrir að sýna fram á hið rétta í málinu, eins og þegar það var sýnt svo vel í fréttum Stöðvar 2 í gær að það fer eftir því hversu lengi maður er að drekka kampavínið hvað kampavínsflaskan kostar. Við eigum ekki að láta leika svona á okkur, við erum löggjafarvaldið og við setjum reglurnar. Það er gaman þegar myndast samstaða um það þannig að ég þakka fyrir það.