143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu.

40. mál
[16:03]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara koma hingað upp og þakka hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir að setja hlutina í rétt samhengi. Mér finnst mjög mikilvægt að við rannsökum þetta mál frá upphafi til enda því að það var mjög margt í því sem t.d. þingmenn höfðu einir aðgang að. Ég sat t.d. á þeim fundi þegar samningurinn sem við áttum aldrei að fá að sjá var kynntur fyrir okkur.

Það var mjög margt sem fór úrskeiðis í þessu máli. Það þarf að rannsaka það. Ég vona svo sannarlega að það sé nákvæmlega það sem hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir benti hér á sem liggur að baki og mun styðja þetta mál út frá þeim forsendum sem voru í málflutningi þingmannsins.