143. löggjafarþing — 12. fundur,  30. okt. 2013.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:03]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er frests við því að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 107, um heildartekjur ríkissjóðs af tilteknum skattstofnum árin 2009–2012, frá Óla Birni Kárasyni. Er þess farið á leit við forseta að hann veiti ráðuneytinu frest til 29. nóvember nk. til að svara fyrirspurninni.

Forseta hefur einnig borist bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er frests við því að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 36, um lengd námstíma í framhaldsskólum, frá Svandísi Svavarsdóttur. Er þess farið á leit við forseta að hann veiti ráðuneytinu frest til 4. nóvember nk. til að svara fyrirspurninni.