143. löggjafarþing — 12. fundur,  30. okt. 2013.

almenn hegningarlög.

109. mál
[16:15]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort það á að kalla þetta andsvar, ég vil bara nýta tímann. Ég gleðst yfir því að þetta sé með fyrstu málum sem hæstv. innanríkisráðherra flytur á þessu þingi. Ég vona að við getum afgreitt það sem fyrst. Á meðan talin eru upp þau atriði sem sérstaklega eigi að gæta að á að nefna kynvitund, eins og trú, kynhneigð eða hvað það er. Ég fagna því sérstaklega að frumvarpið sé komið fram. Ég vona að það verði afgreitt með hraði hér í gegn.