143. löggjafarþing — 13. fundur,  31. okt. 2013.

sæstrengur til Bretlands.

[10:39]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég tek undir ábendingar hv. þingmanns og þau atriði sem hún nefndi sem dæmi um hluti sem bæri að skoða í þessari vinnu. Ég vil þó bæta einu við þessa upptalningu og það er umhverfisvernd, íslensk náttúra. Við þurfum að sjálfsögðu að passa upp á, ef ráðist verður í verulegar virkjunarframkvæmdir umfram það sem menn hafa gert ráð fyrir til þessa, að vernda náttúruna um leið.