143. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2013.

ósk um fund í fjárlaganefnd.

[15:40]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti þekkir ekki til málsatvika í fjárlaganefnd en vekur eingöngu athygli á því sem segir í 15. gr. þingskapa Alþingis:

„Formanni nefndar er skylt að boða til fundar ef ósk berst um það frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna og taka á dagskrá þau mál sem tilgreind eru. […] Fundur skal haldinn svo fljótt sem við verður komið eftir að ósk berst. Formaður skal gefa viðhlítandi skýringar ef dregst umfram þrjá virka daga að halda fund í nefndinni.“