143. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2013.

framhaldsskóladeildir.

108. mál
[16:43]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þekki það af eigin raun hvað það skiptir miklu máli að vera með aðgengi að framhaldsnámi í heimabyggð. Það er alveg rétt sem fram hefur komið að það verkefni sem Framhaldsskólinn á Laugum vann með sveitarfélaginu á Þórshöfn skipti miklu inn í það samfélag. Það að koma upp framhaldsdeildum í smærri byggðum landsins er ekki bara skólapólitískt mál, það er byggðapólitískt mál. Ef við ætlum að halda byggð úti um landið þurfum við að vinna að því að koma slíkum deildum upp á fleiri stöðum.

Hins vegar stöndum við frammi fyrir ákveðnum veruleika núna og ég veit að hæstv. ráðherra mennta- og menningarmála mun gera allt sitt besta á komandi tímum til að vinna því brautargengi.