143. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2013.

framhaldsskóladeildir.

108. mál
[16:47]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu. Aftur er talað um menntun sem er svo gríðarlega mikilvæg fyrir þetta samfélag til uppbyggingar þess. Ég kynntist því sjálfur eftir að hafa verið kennari í framhaldsskóla hvað þetta er mikilvægt. Við erum að berjast við það í Grindavík að koma á framhaldsskóla þar í fisktækni og hefur það nú gengið brösuglega. En mér finnst að við þurfum að standa betur saman í allri umræðu sem hér fer fram, bæði um menntamál og heilbrigðismál. Ég skora á hæstv. menntamálaráðherra að kalla til aukins samráðs við alla, ríkisstjórn, Alþingi, sveitarfélög, atvinnulífið, launþega, fjármálageirann og alls konar samtök í þjóðfélaginu, um að mynda einhvers konar sátt í þessum málum. Mér er það alveg ljóst eftir að hafa ferðast um kjördæmið og hafa verið úti á meðal fólks að það er bara allt í kalda koli alveg sama hvar borið er niður og það er ægileg örvænting í samfélaginu.

Ég skora á hæstv. menntamálaráðherra að beita sér fyrir auknu samráði.