143. löggjafarþing — 16. fundur,  5. nóv. 2013.

um fundarstjórn.

[14:08]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Mig langar til að taka upp hanskann fyrir þingflokksformann framsóknarmanna. Ég get vottað það og flestir þingmenn sem með henni í þingflokki starfa að hún mætir mjög vel í þinginu. Þess vegna finnst mér með ólíkindum að hv. þm. Össur Skarphéðinsson geti komið í ræðustól og líkt hv. þingmanni Framsóknarflokksins, Sigrúnu Magnúsdóttur, við hvíta hrafna. Ég kann ekki við svona málflutning og vonandi verður þetta ekki upptakturinn að því sem við þurfum að upplifa á þessu þingi í vetur.