143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

þjónusta umboðsmanns skuldara við landsbyggðina.

[10:54]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið en ég veit ekki — fékk ég svar við því hvort starfsmenn yrðu þá hreyfanlegir og mundu koma norður, austur og vestur og sinna þjónustu þar? Að þeir geti fengið inni í ráðhúsum, bæjarskrifstofum eða hvar sem er. Mér finnst það skipta máli að það sé ekki bara — ég þekki sjálf persónulega dæmi um fólk sem leitaði til umboðsmanns skuldara en þurfti að hringja, það er bara allt annað en að geta hitt manneskju, það skiptir máli. Ég vona að þetta verði endurskoðað.