143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

fjarvera umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:08]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ef umhverfisráðherra lætur svo lítið að vera til svara í næstu viku verður komið á fjórðu viku síðan hann var hér til svara, en það var semsé í óundirbúnum fyrirspurnatíma 16. október. Þetta er sérstakt og full ástæða til að vekja athygli á því.

Enn þá merkilegra er að á meðan á þessum óundirbúna fyrirspurnatíma stóð sat ráðherrann hér frammi. Ég vek athygli forseta á þessu og spyr hvort ekki sé rétt að bregðast við því þar sem ekki er eins og ekki hafi verið tilefni til að eiga orðastað við hæstv. ráðherra.

Ég bið hæstv. forseta að skoða málið og bregðast við ef hann telur rétt að gera það.