143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

fjarvera umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:09]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Í upphafi hverrar viku er gefin út tilkynning um viðveru hæstv. ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatímum. Það geta auðvitað verið mismunandi aðstæður eins og gengur sem koma í veg fyrir að hæstv. ráðherrar geti tekið þátt í slíkum umræðum, en vitaskuld verður leitað eftir því af hálfu þingsins að ráðherrar geti almennt átt þess kost að vera viðstaddir umræður til að taka þátt í þeim og bregðast við ábendingum og fyrirspurnum hv. þingmanna.