143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

fjarvera umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:09]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Í tilefni af orðum forseta finnst mér þetta orðið ansi stíft á þinginu ef það á að gefa út í upphafi hverrar viku hverjir sitja fyrir svörum. Ég held að ráðherrar verði að vera aðeins liprari en svo, ég tala nú ekki um ef svo vill til að þeir þurfa ekki að sinna öðrum erindum sem þeir gerðu ráð fyrir í upphafi vikunnar og sitja hérna frammi.

Virðulegi forseti. Reynum nú að vera aðeins liðlegri en kemur fram í orðum forsetans.