143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

fjarvera umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:11]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Við höfum einmitt rætt um þetta, eins og forseti man, í þingskapanefnd. Spurningin er hvort ekki sé hægt að gera þetta formfastara. Eftirlitshlutverk þingsins er gríðarlega mikilvægt. Það yrðu sett einhver skilyrði um að ráðherrar yrðu að sitja fyrir svörum alla vega á hálfs mánaðar fresti, þannig að aðra hverja viku að minnsta kosti yrðu þeir að koma fyrir þingið og sitja undir óundirbúnum fyrirspurnum þingmanna. Er það ekki eitthvað sem forseta líst bara vel á og mun mæla fyrir í þingskapanefnd?