143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi, sbr. ályktun Alþingis nr. 1/142, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[13:28]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil gera athugasemd við orð síðasta ræðumanns. Þetta er aðgerðaáætlun, þetta er þingsályktun um aðgerðaáætlun. Ef maður er með aðgerðaáætlun er maður með einhverjar dagsetningar, sem eru jú hérna, og framgang málanna. Ég lærði verkefnisstjórn í vetur en ég held að hann mundi ekki fá mjög góða einkunn fyrir svona skýrslugjöf þegar kemur að aðgerðaáætlun sem ætti að fylgja góðum reglum, þegar kemur að verkefnisstjórn um skýrslugjöf í einu mikilvægasta verkefni landsins.