143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

jöfnun á flutningskostnaði olíuvara.

138. mál
[15:25]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir 6. dagskrármáli, frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 103/1994, um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, með síðari breytingum. Þetta snýst um umsýslustofnun.

Í stað orðsins „Neytendastofa“ sem fjallað er um í 2. mgr. 2. gr. og 7. gr. og orðsins „Neytendastofu“ í 3. málslið 6. gr. kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Byggðastofnun.

Lög þessi öðlast gildi strax 1. janúar 2014 ef þinginu sýnist það skynsamlegt eftir meðferð nefndarinnar.

Frumvarp þetta er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Með frumvarpinu er lögð fram ein breyting á lögum nr. 103/1994. Lagt er til að Byggðastofnun taki við hlutverki Neytendastofu samkvæmt lögunum. Vegna þessa er þörf á að breyta, eins og áður var nefnt, 2., 6. og 7. gr. laganna þannig að Byggðastofnun komi í stað Neytendastofu og sinni daglegum rekstri flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara og annist greiðslur vegna flutningsjöfnunar í samræmi við lög.

Virðulegi forseti. Ég legg til að að lokinni umfjöllun um þetta mál við 1. umr. verði málinu vísað til hv. atvinnuveganefndar og 2. umr.