143. löggjafarþing — 19. fundur,  11. nóv. 2013.

framganga lögreglunnar gegn mótmælendum í Gálgahrauni.

[15:42]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna náttúrlega svari ráðherrans og er henni hjartanlega sammála um afstöðu hennar. Mig langar samt að spyrja hana, vegna þess að við hljótum öll að hafa skoðanir á hversu hart er gengið fram. Ég er sérstaklega hugsandi í ljósi þess að um daginn lá fyrir skýrsla um lögregluna og um þann starfsanda, ef ég má kalla það svo, sem þar ríkir sem því miður ber svolítinn keim af því að þar eigi að ríkja harkan sex. Mér finnst það alla vega mjög skrýtið að fólk sem telst frekar friðsamt og er að mótmæla friðsamlega sé sett í einangrun í fjóra tíma á meðan það bíður eftir yfirheyrslu. Finnst ráðherranum þetta alveg eðlilegt? Finnst henni ekkert eins og það ríki einhver óskapleg harka (Forseti hringir.) innan lögreglunnar?