143. löggjafarþing — 20. fundur,  12. nóv. 2013.

störf þingsins.

[13:57]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill eingöngu taka það fram að það er rétt, sem hv. þm. Brynhildur Pétursdóttir sagði, það er greinilegur munur á klukkunni í borði forseta og klukkunni sem gengur í ræðupúltinu. Forseti verður að reyna að hafa auga á hverjum fingri og skoða tvær klukkur á sama tíma og biðst velvirðingar á því að hafa truflað hv. þingmann með inngripi sínu hér áðan.