143. löggjafarþing — 21. fundur,  13. nóv. 2013.

aukatekjur ríkissjóðs.

157. mál
[16:25]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt að þetta atriði úr þingsályktunartillögunni er áfram til skoðunar hjá félags- og húsnæðismálaráðherra. Í velferðarráðuneytinu hefur verið skoðað hvernig við gætum fjármagnað breytingar á gjaldinu. Hugsunin sem hefur verið unnið með er sú að það kunni að vera réttlætanlegt að gera ákveðnar tilfærslu á milli þess kostnaðar sem til fellur við starf umboðsmanns skuldara og þess kostnaðar sem hér er um að ræða, enda séu málin ekki alveg óskyld.