143. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2013.

pólitísk afskipti af stjórn Landsvirkjunar.

[10:44]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegi forseti. Um það síðastnefnda er það að segja að ég talaði um framkvæmdastjórn fyrirtækisins, forstjóra þess og framkvæmdastjóra sviða og ég hélt að það væri sammæli um að við hefðum ekki pólitísk afskipti eða íhlutun um það. Ég vona að stjórnarskiptin í Landsvirkjun, sem sannarlega fer fyrir pólitísk stjórn og það er ekkert nema eðlilegt, sé ekki að fara að hlutast til um breytingar í framkvæmdastjórninni til að fylgja eftir furðulegum yfirlýsingum iðnaðarráðherra.

Ég ætla að túlka orð hæstv. fjármálaráðherra hér til betri vegar. Ég ætla að fagna því að hann lýsi því yfir að eigendastefnan sé í fullu gildi. Ég ætla að árétta það síðan úr ræðustólnum gagnvart viðsemjendum okkar að krafan í samningum Landsvirkjunar um sölu á orku er krafa um arðsemi. Ég ætla að kalla það hreina örvæntingu hjá hæstv. iðnaðarráðherra að hrauna yfir stjórnendur Landsvirkjunar á opinberum fundi.