143. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2013.

aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni.

158. mál
[14:40]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er prýðisgóð ábending og atriði sem við skoðuðum nokkuð. Hvað varðar fjárhag ríkisins liggja fyrir aðferðir til að leggja mat á ákvarðanir sem hafa áhrif þar á og að nokkru leyti um sveitarfélögin líka í sveitarfélagalögunum. Ég er hins vegar algjörlega sammála því að hugsanlega megi bæta þar við en sérstaklega er ég sammála punkti hv. þingmanns um að líka eigi skoða áhrif íþyngjandi regluverks á heimilin. Það er markmiðið að fylgja þessu eftir með því að skoða áhrif á heimilin. Það var hins vegar tekin ákvörðun um að byrja á regluverki sem hefur áhrif á atvinnulífið í samráði við sérfræðinga sem hafa komið að slíkri lagasetningu erlendis. Þeir ráðlögðu okkur að byrja á því að gera þetta fyrir atvinnulífið og læra af þeirri reynslu og nýta hana til að koma til móts við heimilin.