143. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2013.

aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni.

158. mál
[14:43]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek heils hugar undir ábendingu hv. þingmanns. Ég er sammála mati hans og reyndar líka sammála ábendingu sem hann ítrekaði hér í báðum andsvörum, að menn þurfi að meta bæði debet og kredit, bæði kostnaðinn og ávinninginn. Það gleymist stundum að taka báðar hliðar með í reikninginn þannig að ég er sammála hv. þingmanni.