143. löggjafarþing — 23. fundur,  18. nóv. 2013.

tengivegir og einbreiðar brýr.

154. mál
[15:54]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur kærlega fyrir góð og skýr svör. Jafnframt vil ég þakka hv. þingmönnum fyrir framlag sitt í umræðuna í dag, það var greinilega þörf á því að ræða þessi mál.

Það gleður mig að heyra að framlagðar hugmyndir fari til samgönguráðs og ég vil bara ítreka að við eigum að skoða að leggja bundið slitlag ofan á þessa vegi frekar en að vera endalaust að hefla þá eða jafnvel ekki hefla þá þannig að þeir skapi hættu — og að sjálfsögðu losna við einbreiðar brýr og byggja almennilega brú yfir Hornafjarðarfljót. Þetta er það sem ég vil leggja áherslu á.