143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[16:14]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem ég var nú rétt að byrja að telja upp einhverjar orðskýringar þá get ég líka nefnt 5. gr. um skilgreiningar, „28. Þéttbýli: Svæði afmarkað með sérstökum merkjum sem tákna þéttbýli“ sem skynsamlegra hefði verið að vísa til samþykkts skipulags. Líka í IV. kafla og VI. kafla. Svona væri hægt að telja lengi áfram. Það eru sem sagt fjölmörg atriði er varða orðskýringar. En orðskýringarnar einar og sér er ekki nóg að lagfæra heldur eru þær notaðar í textanum til að mynda þegar talað er um ræktað land og skilgreiningu á því hvort einhverjir megi tjalda þar og til tiltekins tíma, svo og svo mörg tjöld í svo og svo marga daga. Það eru sem sagt áhrif á mörg svæði og það tekur tíma að fara yfir það.

Ég nefndi að fjölmörg atriði í lögunum væru þess eðlis, og það er mín skoðun, að þau þurfi að taka til endurskoðunar. Og varðandi kostnaðinn er rétt að við síðasta matið áður en lögin voru samþykkt var kostnaðurinn kominn niður í 105 milljónir. Talið var að hann væri um og yfir 200 milljónir. 105 milljónir er mikið og ef þú átt of lítið fé til þeirra verka sem grunnþjónusta samfélagsins (Forseti hringir.) er — náttúruverndarlögin eru til eftir sem áður. Það eru náttúruverndarlög í (Forseti hringir.) landinu og þegar ný koma fram verða þau örugglega kostnaðarmetin, hvort þau verða 105 milljónir eða meira (Forseti hringir.) get ég auðvitað ekki fullyrt.