143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[16:51]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að það væri auðvitað best að fyrir lægi í raun og veru yfirlit yfir þær breytingar sem hæstv. ráðherra hefur orðið tíðrætt um og þær hafa einhverjar verið nefndar. Það væri langeðlilegast að nefndin gerði atlögu að því að fá það yfirlit og meta hvort aðrar leiðir væru færar til að ná sátt um málið eins og hv. þingmaður nefnir. Þá gætum við hreinlega framkvæmt þær breytingar en lokið samt heildstæðum lagaramma um náttúruvernd án þess að þurfa að fara til baka í tímann, án þess að þurfa að hverfa aftur til ársins 1999 í allri sýn á málefni náttúruverndar innan löggjafarinnar.

Það er nokkuð sem við munum væntanlega ræða í hv. umhverfis- og samgöngunefnd, að fá þetta nánar skilgreint, fá á hreint hvaða orðskýringar það eru sem út af standa. Fá á hreint hvaða boð og bönn það eru sem út af standa. Fá á hreint hvort menn treysti því ekki að þessi starfshópur um slóðana muni skila af sér (Forseti hringir.) þannig að við áttum okkur betur á því um hvað málið snýst.