143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:50]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Í ljósi þess sem hér hefur verið sagt um að ætlunin sé að hafa víðtækt samráð í vinnunni fram undan vil ég inna hv. þingmann eftir því hvort sjónarmið Pírata, sem væntanlega munu taka þátt í því samráði, séu þau, ef ég skil hv. þingmann rétt, að farið verði markvisst í að kanna hvaða greinar þeirra laga sem eiga að taka gildi í apríl geti staðið. Er það sjónarmiðið sem hreyfing hv. þingmanns mun koma með inn í þá vinnu sem er fram undan og það samráð sem er fram undan?