143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:23]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið.

Mér fannst koma fram í máli hæstv. ráðherra hér áðan að hann vildi ekki tíunda akkúrat þau atriði í frumvarpinu sem hann væri ósáttur við og teldi tilefni til þess að afturkalla heilan lagabálk.

Mig langar að heyra frá hv. þingmanni, af því ég veit að hún er glögg kona, hvað væri helst þarna á ferðinni sem mætti taka, eins og einhverjar greinar, og skoða án þess að fara í svo róttæka aðgerð að afturkalla löggjöf sem fjöldinn allur hefur komið að á undanförnum mánuðum og missirum, jafnvel áratugum og er komin á þennan stað í dag en á að henda í svartholið sem hæstv. ríkisstjórn virðist ætla að henda mörgum brýnum málum í.