143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:24]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þótt ég sé glögg treysti ég mér ekki alveg til að telja upp hér hvaða greinar það væru nákvæmlega sem mætti skoða. Mér sýnist að það mætti skoða greinina um sérstaka vernd. Hún er auðsjáanlega einhverjum þyrnir í augum. Ég get líka sagt að ég tel að það eigi ekki að skoða varúðarregluna, það eigi ekki að skoða greiðsluregluna eða hvað hún er kölluð.

Vel má vera að það sé rétt hjá hæstv. ráðherra, vegna þess að það eina sem hann nefndi voru skilgreiningar á einhverjum orðum eða hugtökum, að fara þurfi betur ofan í það vegna þess að orðalag sé ekki nógu nákvæmt. Ég skal ekki um það segja, en ef þarf að gera það þá held ég að það sé mun (Forseti hringir.) viðurhlutaminna en að skrifa nýtt frumvarp frá upphafi til enda.