143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:16]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég sé mig knúinn til að taka þátt í þessu leikriti. Ég hef lengi fylgst með Alþingi en ég vil í upphafi segja að mér þykir leitt að hv. þm. Svandís Svavarsdóttir hafi ekki tekið eftir jómfrúrræðunni.

Nú skulum við bakka eitt ár aftur í tímann. Fyrir ári var það þannig að stjórnarliðar hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum voru þá fjarstaddir umræður í þingsal. Þá kölluðu framsóknarmenn og sjálfstæðismenn eftir fleiri þingmönnum og hæstv. ríkisstjórn þannig að við skulum vanda okkur í þessum málflutningi.