143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:40]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ömurlegt að heyra þessar lýsingar og auðvitað til skammar fyrir þá sem að því stóðu, eins og svo margt annað sem hér fór fram á síðasta vetri, sennilega einhver ótrúlegasta framganga manna í þessum sal í einhverja áratugi held ég að sé alveg óhætt að segja.

Ég vildi nota tækifærið og spyrja hv. þingmann hvort hún sjái einhver tækifæri til að koma til móts við þau sjónarmið sem uppi eru í kringum þetta mál þannig að það gæti tekið einhverjum breytingum, en lögin með breytingum eða frestun á einhverjum gildistökum eða einhverju slíku tækju engu að síður gildi. Eru einhverjir sáttafletir í málinu að mati þingmannsins?