143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:43]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er kannski ekki beinlínis til að bæta orðspor Íslands. Það hefur þó komið fram í samstarfsyfirlýsingu hæstv. ríkisstjórnar að hún vilji áfram vera í fararbroddi í umhverfismálum, það er eitthvað slíkt sem hún hefur sagt. Ég hef að vísu ekki enn þá séð eitt einasta mál sem er stikla í áttina að því markmiði.

Í 57. gr. laganna segir, með leyfi forseta:

„Óheimilt er að raska vistkerfum og jarðminjum sem taldar eru upp í 1. og 2. mgr. nema brýna nauðsyn beri til og sýnt þyki að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi.“

Ég gæti kallað þetta Gálgahraunsákvæðið vegna þess að þetta snýst um að ekki sé hægt að fara inn í náttúruperlur öðruvísi en búið sé að rökstyðja að ekki sé hægt að vinna verkið með öðrum hætti.

Þetta er í raun varúðarreglan (Forseti hringir.) orðuð hér í 57. gr., til viðbótar við það að vera orðuð með skilgreindum hætti annars staðar.