143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:46]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Af því hv. þingmaður spurði hvort við gætum nefnt dæmi um náttúruminjar eða náttúrusvæði sem hefðu verið í skjóli með svona sterkri löggjöf þá held ég að ég geti nefnt Lagarfljót. Ég gæti nefnt Þjórsárver, Kárahnjúkasvæðið, Kringilsárrana, Mývatn, Bjarnarflag, Eldvörp. Svæðin eru mjög mörg. Sum hafa þegar verið nýtt og önnur eru í sigti ef svo má að orði komast. Sterk löggjöf af þessu tagi ver svæði þangað til sýnt hefur verið fram á að önnur leið sé ekki fær.

Þetta er í raun og veru löggjöf sem stendur undir því nafni að vera náttúruverndarlöggjöf sem gamla löggjöfin frá 1999 er ekki. Það hefur sérstaklega verið (Forseti hringir.) … eins og ég fór yfir í andsvari (Forseti hringir.) áðan ver 37. gr. þeirra laga ekki náttúruna þannig að með viðeigandi hætti sé.