143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:48]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er bæði ljúft og skylt að endurtaka það hér hátt og snjallt úr ræðustól Alþingis að maðurinn er náttúrlega bara auðmjúkur hluti náttúrunnar og getur ekki án hennar verið. Þess vegna þarf auðvitað alltaf að taka manninn með inn í dæmið. En það sem ég sagði líka er að náttúran getur verið án mannsins. Ef maðurinn kemur tilveru sinni svo illa fyrir að hann þrífst ekki lengur þá mun sjálfsagt verða eitthvert líf eftir það, en það er kannski ekki akkúrat það líf sem við viljum búa framtíðinni.