143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[16:40]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ég tek undir þetta því að þegar ég fór að skoða málið á síðustu metrunum og fékk örlítið að funda með þáverandi þingmanni sem fór fyrir þessu máli, eins og ég nefndi hér áðan, þá kom það mér í rauninni á óvart hversu margir hefðu komið að málinu í mörg ár. Afraksturinn er auðvitað sá sem við stöndum frammi fyrir.

Ég velti þessu samt upp hér með þingmanninum: Það á að leita að víðtækari sátt en nú er raunin að mati hæstv. ráðherra — fyrir hverja á sáttin að vera? Ég held að það sé augljóst mál að ef maður sættir einn þá getur það reitt annan til reiði eða a.m.k. leitt til minni sáttar. (Forseti hringir.)

Svo er kannski grundvallarspurningin: Er sáttin mikilvægari gagnvart einhverjum tilteknum aðilum fremur en öðrum? Hvað heldur þingmaðurinn um það?