143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:44]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að heyra sjónarmið hv. þingmanns varðandi náttúruverndarfólk í ýmsum flokkum. Hún kom inn á það áðan að vissulega væri til náttúruverndarfólk í ýmsum flokkum eins og kempurnar Steingrímur Hermannsson og Eysteinn Jónsson, sem við þekkjum öll og börðust fyrir náttúruvernd. Telur hv. þingmaður að fólk sem studdi þessa flokka fyrir síðustu kosningar — og ekki var það borið á borð fyrir kjósendur stjórnarflokkanna fyrir kosningar að fyrir lægi að afturkalla lög um náttúruvernd eða ég minnist þess ekki — sitji þegjandi undir þessum vinnubrögðum og það komi í ljós, eftir viðbrögðum þeirra, hvort þessir flokkar og stofnanir þeirra rísi undir þeim merkjum að vera umhverfissinnar? Ég er ekki að tala um einstaklingana sem slíka.