143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:24]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins koma inn á það sem hv. þingmaður sagði í ræðu sinni. Hvað varðar náttúruverndarlögin sjálf sagði þingmaðurinn að málið væri umdeilt og kom kannski einmitt að kjarnanum sem er: Málið er umdeilt. Þingmaðurinn bætti svo við seinna í ræðunni að ekki væri hægt að verða við öllu alltaf. Það er einmitt kjarninn í þessu.

Þegar ég nefni málþóf og segi að efnislega umræðu skorti á ég auðvitað við, og ég ætla ekki að gera lítið úr því að hverjum og einum þingmanni er ljúft og skylt að tala um þetta, að búið er að segja sama hlutinn aftur og aftur. Það er það sem ég á við með því að hér fari ekki fram mikil eða ítarleg eða efnisleg umræða um málið. Ég ætla hins vegar ekki að gera lítið úr þeirri sýn sem þingmenn hafa á þetta mál.