143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:27]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú er ræðumaður kominn í andsvar við mig sem veitti upphaflega andsvar við þingmanninn, sem er ánægjulegt. Ég ætla að taka aftur fram og útskýra að ég er ekki að gera lítið úr því að þingmenn vilji ræða málið. Ég hlustaði sjálfur á ræðu hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur í gær, sem var mjög góð, en búið er að segja innihald þeirrar ræðu aftur og aftur í dag. Ég er ekki að gera lítið úr því að svo sé og tek það skýrt fram. Það vantaði ekkert efnisinnihald í ræðu hv. þm. Bjarkeyjar Gunnarsdóttur en hins vegar er búið að segja sama hlutinn aftur og aftur og aftur. Það er það sem ég á við þegar ég segi að hér fari fram ákveðið málþóf.

En af því að þingmaðurinn spurði um mína persónulegu skoðun hef ég aldrei gefið hana upp. (Gripið fram í.) Ég tek það skýrt fram að ég er í andsvari við þingmanninn, hann er ekki í andsvari við mig. Ég get hins vegar sagt, komandi hingað inn síðastliðinn mánudag, að ég ætla ekki að fara að gefa upp mína persónulegu skoðun. Ég hef verið að reyna síðan ég byrjaði í andsvörum við þingmenn um þetta mál að kalla fram eitthvað efnislega nýtt í umræðunni. Það hefur ekkert slíkt komið fram síðan í gær. Það hefur ekki gert það.