143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:55]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mikilvægast af öllu, af því að við höfum rætt hér samfélagsáhrifin og samtal stjórnsýslustiga, er sá rauði þráður sem er í gegnum lögin, nýju lögin í heild, að ákvarðanir byggi á bestu mögulegri þekkingu. Þar erum við í raun og veru komin með náttúruverndarlöggjöf sem er í anda skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eftir efnahagshrunið, þ.e. það gildi í náttúruvernd rétt eins og í öllum öðrum ákvörðunum í samfélaginu að við tökum ákvarðanir sem eru byggðar á upplýsingum og bestu mögulegri þekkingu.

Spurningin sem ég vil spyrja hv. þingmann í seinna andsvari er þessi: Hvernig sér þingmaðurinn þá stóru brennandi spurningu um ástæðu þess að farið er fram með svo afgerandi hætti eins og hér er gert? Þegar við erum að fara í gegnum svo verulega mikilvæga réttarbót, (Forseti hringir.) við erum í raun og veru að fylgja eftir þróun löggjafar í öllum löndum í kringum okkur og í samræmi við alþjóðlega samninga o.s.frv. (Forseti hringir.) Hvað er það sem rekur ráðherrann áfram í þennan undarlega (Forseti hringir.) leiðangur?