143. löggjafarþing — 26. fundur,  20. nóv. 2013.

nauðungarsölur og dómur Evrópudómstólsins.

[15:21]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Við höfum talað um þennan dóm áður og hæstv. innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur bent mér á að þetta eigi hugsanlega ekki við á Íslandi, hugsanlega ekki. Það er talið að það eigi hugsanlega ekki við þannig að það á kannski við. Samkvæmt þessari tilskipun og innleiddum lögum á Íslandi hefur hæstv. innanríkisráðherra heimild til að hefja dómsmál til að taka af vafann. Í fyrsta lagi, hvað tefur það?

Í öðru lagi bættist við nýtt atriði hérna sem ég hef verið að læra á, og það er að samkvæmt þessari tilskipun um ósanngjarna samningsskilmála er ráðherra heimilt á grundvelli hennar að kveða nánar á með reglugerð um framkvæmd ákvæða laga þessara um ósanngjarna samningsskilmála.

Eru það ekki ósanngjarnir samningsskilmálar á Íslandi að farið sé í nauðungarsölur áður en dómstólar taka af allan vafa um það? Þannig er það í Evrópu. Er það ekki þannig á Íslandi? Ef það er ekki þannig, (Forseti hringir.) hvers vegna innleiðir þá innanríkisráðherra þetta ekki samkvæmt lögunum?