143. löggjafarþing — 26. fundur,  20. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:31]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Helgi Hjörvar, allt orkar tvímælis þá gert er. Ég held að það séu óþarfaáhyggjur hjá hv. þingmanni að lögin í heild verði sett í tætara. Ég hef bæði þá trú og vissu að sú vinna sem þegar hefur farið fram verður nýtt að því leyti sem það er unnt og fellur að þeim breytingum sem menn vilja fá fram í þessu máli. Ég held að menn þurfi ekkert að óttast það. Ég tel síst að verið sé að sýna þeirri vinnu sem fram fór í þessi ár einhverja óvirðingu með því vegna þess að ég efast ekki um að margt úr þeim lagabálki sem átti að taka gildi verður áfram í nýjum lögum.