143. löggjafarþing — 26. fundur,  20. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:23]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef ég skil hv. þingmann rétt þá var það svoleiðis að minni hlutinn réð þá hérna á síðasta kjörtímabili miðað við þetta. Svo langar mig að spyrja hv. þingmann svona í lokin á umræðunni hvort hann skilji það þannig að athugasemdir sem bárust við náttúruverndarlögin á sínum tíma hafi verið svolítið misháar. Sumar virtust gilda meira en aðrar þegar náttúruverndarlögin voru sett fram.