143. löggjafarþing — 26. fundur,  20. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:46]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013, hljóðar svo, með leyfi forseta:

„1. gr.

Lög um náttúruvernd, nr. 60/2013, sem taka áttu gildi 1. apríl 2014, falla brott.

2. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.“

Þetta tók 20 sekúndur. Þetta er frumvarpið sem hæstv. ráðherra leggur fram til höfuðs fjögurra ára vinnu.