143. löggjafarþing — 26. fundur,  20. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:51]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef hlustað á rök hæstv. ráðherra og ég verð að segja að mér finnast þau léttvæg gegn þeim rökum sem felast í skýrari markmiðasetningu, kafla um meginreglur umhverfisréttar, þar með talið innleiðingu varúðarreglu og mengunarbrotareglu, aðlögun friðlýsingarflokka að alþjóðlegum viðmiðum Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna, heimild til friðlýsingar heilla vatnasviða, viðbætur og breytingar á kafla um vernd jarðminja, vistgerða, vistkerfa og tegunda, endurbættan kafla um varnir gegn ágengum framandi tegundum, endurbættan kafla um akstur utan vega, nýjan kafla um vöktun náttúrunnar og bætt þvingunarúrræði stjórnvalda til að framfylgja lögunum.