143. löggjafarþing — 27. fundur,  27. nóv. 2013.

stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart RÚV.

[15:17]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að fá tækifæri til að benda hæstv. ráðherra á þá ágætu leið að afla tekna í ríkissjóð, að afsala sér ekki beinlínis tekjum sem þegar eru í hendi og hefjast svo handa við að barma sér yfir því að eiga ekki fyrir rekstri hins opinbera. Það er með ólíkindum að botna hverja einustu spurningu og hverja einustu vangaveltu hér í þingsal með sama svarinu.

Ég lýsi fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórn Íslands á þeim ömurlegu aðgerðum sem við horfum upp á í Ríkisútvarpinu í dag og þeirri forgangsröðun sem hún endurspeglar.