143. löggjafarþing — 27. fundur,  27. nóv. 2013.

niðurskurður fjárveitinga til RÚV.

[15:23]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Mér finnst alltaf erfitt að koma hingað í seinna svar vegna þess að ég skil eiginlega aldrei svör ráðherra, þeir eru svo tunguliprir. Ég var sem sagt að spyrja um stefnuna. Ég er alveg sammála því að það er margt vel gert sem einkastöðvarnar gera og ég var ekkert að segja að ríkið þyrfti ekki að spara, það liggur ljóst fyrir. Kannski svo að ég geri þetta enn þá skýrara: Er einhver tímasetning sem hæstv. ráðherra getur lagt fram þar sem hann getur sett fram sýn og stefnu varðandi RÚV? Ætlum við að hafa Rás 1 og Rás 2, ætlum við að hafa Kastljós og alla þætti? Ætlum við að hætta útsendingum á fimmtudögum? Hvernig á RÚV að líta út?