143. löggjafarþing — 27. fundur,  27. nóv. 2013.

niðurskurður í framhaldsskólum í Hafnarfirði.

[15:37]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir þessi svör frá hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra. Ég spyr hann á móti — þar sem hann vill meina að við séum að takast á við sömu rekstrartölur fyrir árin 2013–2014, en í kjölfarið á því þurfi að fara í þessar hagræðingar. Það þarf að leggja niður deildir í þessum skólum sem bjóða upp á fjölbreytt námsval í Hafnarfirði, og sem ekki eingöngu nemendur úr Hafnarfirði nýta sér heldur af landsbyggðinni allri. Því vil ég fá að spyrja hann: Hvað með að tryggja þessum tveimur skólum eðlilegt rekstrarframlag til að þeir geti haldið áfram að bjóða upp á fjölbreytt námsval og boðið enn fremur upp á fjölmiðlamenntun og aðra starfs- og iðngreinamenntun?